Um bloggið

A12C4 = à un de ces quatre. Á frönsku er hefð fyrir því þegar kvatt er og ekki vitað hvenær hist verður aftur að segja, à 1 de ces 4, eða „við sjáumst einn af þessum fjórum“: Við hittumst aftur fyrr eða síðar.

Ég, Gulli og spúsa mín Katla, flutti til Montréal, Québec, Kanada, 09.sept 2010. Hversu lengi kemur bara í ljós. Fyrsta árið okkar hér ytra var ég við skiptinám í Université du Québec à Montréal, UQAM, og Katla var ólétt. Nú er ég kominn í Meistaranám við UQAM í málvísindum og Katla þrjóskast við Meistararitgerðina sína.

Þar sem við höfum hafið feril okkar sem Neo Vestur-Íslendingar er allnokkur fjöldi fólks sem við sjáum fyrr eða síðar. Margt af því langar að fylgjast með lífinu hér ytra. Þetta blogg er skrifað með það í huga. Það er engu lofað um fjölda tjáninga per viku, né orðafjöld per tjáningu. Hér verður skrifað þegar andinn nær í gegn og svo framvegis. Við hittumst líklegast ekki í bráð en verðum þó allavegana í sambandi.

En hvað um það, sjáumst seinna, à un de ces quatre!

Færðu inn athugasemd